Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/15

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

6

ar? Hún fékk ákafan hjartslátt, og þrýsti drengnum svo fast upp að sér, að harm leit á hana öldungis hissa.

„En Elísa, stúlka mín, hvað gengur að þér í dag?“ spurði frú Shelby, hún hafði veitt því eptirtekt, að hún var öðruvísi í framkomu sinni en hún var vön.

„Ó, frú“, sagði Elísa og fór að gráata, „það er þrælakaupmaður í borðstofunni; ég bæði sá hann og heyrði til hans.“

„Já, já, barn, þó svo væri nú?“

„Ó, frú, haldið þér, að húsbóndinn vilji selja hann Harry minn?“

„Alls ekki flónið þitt. Húsbónda þínum kemur ekki til hugar að selja nokkurn þræla sinna, á meðan þeir hegða sér vel. Par að auki kærir enginn sig um annan eins smásnáða og hann Harry þinn. Vertu róleg fyrir því. Fáðu mér nú fötin mín.“

„En þér, frú, þér munduð aldrei gefa samþykki yðar til þess að — að — “

„Nei, það máttu reiða þig á. Ég mundi eins vel vilja selja eitthvert ’barnanna minna, vertu nú ekki að tala um þessa vitleysu, Elísa. Það þarf ekki annað til, en að einhver ókunnugur maður stingi höfðinu inn fyrir dyrnar hérna, hana þá, strax heldur þú að hann sé kominn til að taka Harry frá þér.“

Frú Shelby hafði enga hugmynd um peninga þröng manns síns. Hún var guðhrædd og göfuglynd kona, sem áleit það skyldu sína, að vera hinum mörgu þjónum sínum sem móðir. Sér-