Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/14

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

5

„Það hefði verið gaman að sparka honum út úr dyrunum,“ mælti Shelby fyrir munni sér.

Hann vissi að hann var skuldum vafinn, og þótt hann losnaði við Haley, þá voru skuldheimtumennirnir í öllum áttum. En Haley var verstur þeirra allra; hann gatsteypt honum á hverju augnabliki, og vægðar var ekki að vænta af honum.

„Kæri Tómas minn, trúlyndi þjónninn minn, hve hart er að þurfa að selja þig“: sagði Shelby í lágum hljóðum, hnugginn í bragði. „Og drengurinn, hinn glaðlyndi, litli Harry! Hvemig skyldi Elísa bera þann harm?

En hvernig sem hann velti þessu fyrir sér, sá harm enga leið til að bjarga þeim.

„Og konan mín?“ Hann tók að ganga fram og aptur um gólfið.

„Það er bezt að segja henni ekkert fyr en allt er afgjört, hugsaði hann, og leit á klukkuna, tók hattinn sinn og gekk út, til að svala hinu brennheita höfði sínu, og leita hægðar hinum órólegu tilfinningum sínum. Shelby var góður maður og vingjarnlegur við þræla sína, og honum hefði ekki dottið í hug að selja neinn af þeim, ef hann hefði eigi verið neyddur til þess, vegna skuldarinnar við þrælakaupmanninn.

Þegar Elísa gekk burt úr herberginu með drenginn sinn, hafði hún heyrt nokkuð af því, er Shelby og Haley töluðu saman, og af því réði hún, að Haley væri að fala einhvern til kaups af húsbóndanum. Var hann að bjóða í drenginn henn-