Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/27

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

18

„Hvert ætlarðu mamma? sagði hann, þegar hún kom að rúminu með litlu yfirhöfnina hans og húfuna. — Móðir hans laut niður að honum, og leit svo alvörugefin í augu hans, að hann réð þegar í, að eitthvað óvenjulegt væri um að vera.

„Þey, þey, Harry!“ sagði hún, „þú mátt ekki tala hátt, því þá heyrist til okkar. Vondur maður ætlaði að taka drenginn frá mömmu og fara með hann út í myrkrið. En mamma vill ekki láta hann gjöra það. Hún ætlar að klæða drenginn sinn í yfirhöfn og láta á hann húfu og hlaupa burtu með hann, svo vondi maðurinn geti ekki tekið hann.“ Þannig mælti hún, hneppti yfirhöfninni að barninu og tók hann í fang sér, og hvíslaði að honum að vera alveg kyr, opnaði síðan dyrnar á herberginu, sem lágu út á veggsvalirnar, og gekk hljóðlaust burtu.

Það var fjölstirndur himinn, frost og hreinviðri, og móðirin vafði sjalinu sínu fast utan um drenginn, sem var algjörlega kyr og hélt sér óttasleginn utan um hálsinn á henni. Eptir nokkra stund kom hún að glugganum á kofa Tómasar frænda; þar nam hún staðar og barði laust á rúðuna. Dyrunum var þegar í stað lokið upp, og þau hjónin, Tómas og Kló, komu út, alveg hissa.

„Eg er að flýja burtu, Tómas og Kló“, sagði Elísa, „eg flý burtu með barnið mitt. Húsbóndinn seldi hann.“

„Seldi hann!“ hrópuðu þau bæði í einu hljóði og fórnuðu upp höndum sínum af skelfingu.

„Já, hann seldi hann“, sagði Elísa hörkulega. „Eg laum-