Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/29

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

20

hann ætlaði að flýja burtu. Komið þið orðum til hans, ef þið getið, segið þið honum að eg sé farin og hvers vegna eg hafi farið, og að eg hafi ætlað að reyna að komast til Kanada. Berið þið honum hjartans kveðju mína og segið honum, ef eg skyldi aldrei sjá hann framar —“ hún sneri sér við og stóð stundarkorn og sneri bakinu að þeim, svo bætti hún við í lágum hljóðum — „segið honum að breyta eins vel og honum er mögulegt og reyna svo að hitta mig í ríki himnanna.“

Fáein orð og tár að skilnaði, kveðju og blessunaróskir; og hún þrýsti hinu hrædda og undrandi barni upp að sér og hvarf hljóðlega á burt.