Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/30

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

V. Flótti Elísu.

Það er ómögulegt að hugsa sér nokkra mannlega veru eins yfirgefna og einmana eins og Elísu, þegar hún lagði leið sína frá kofa Tómasar frænda. En sterkari en allar aðrar tilfinningar var móðurástin, sem nú lét til sin taka, þegar hættan vofði yfir. Drengurinn hennar var nógu gamall til þess að ganga við hlið hennar, og hefði öðruvísi verið ástatt, mundi hún einungis hafa leitt hann; en nú fór hrollur um hana við þá tilhugsun að sleppa honum úr höndum sér, og hún þrýsti honum fast upp að sér og hraðaði göngu sinni áfram.

Það marraði í hinni frosnu jörð undir fótum hennar, og hún hrökk saman við hljóðið. Sérhvert blaktandi laufblað og hjáliðandi skuggi knúði blóðið að hjarta hennar og flýtti för hennar. Með sjálfri sér undraðist hún yfir krapti þeim, sem virtist koma yfir hana, því henni fannst drengarinn ekki þyngri en fjöður, og sérhver hræðsla, er greip hana, virtist auka hinn yfirnáttúrlega styrk, sem knúði hana áfram; en hinar fölu varir hennar bærðust af bænarandvörpum til vinarins fyrir ofan: „Drottinn, hjálpaðu mér! drottinn, frelsaðu mig!“

Á meðan svaf barnið; litla höfuðið lá á öxlinni á henni, litlu, mjúku handleggirnir héldu sér öruggt utan um hálsinná henni. Fyrst hélt nýungin og hræðslan drengnum vakandi, en

21