Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/46

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

37

hvernig ég hef komizt yfir um, það veit ég ekki; en það fyrsta, sem ég vissi, var að maður hjálpaði mér upp árbakkann.“

Konan grét hvorki né andvarpaði. Þrautir hennar voru svo, að þær tóku ekki tárum. En allir, sem umhverfis hana voru, sýndu henni, hver á sinn hátt, hjartanlega hluttekningu.

„Og hvert ertu að hugsa um að fara, veslings barn?“ spurði frú Bird.

„Til Canada, einungis ef ég vissi, hvar Canada væri,“ sagði hún. „Er mjög langt þangað?“ spurði hún og leit á frú Bird með trúnaðartrausti.

„Mikið lengra, enn þú hugsar, veslingur,“ sagði frúin, „en við skulum nú hugsa um, hvað gjört verður fyrir þig. — Dína, búðu um rúm handa henni í herberginu þínu, og ég ætla að hugsa fyrir henni til morgundagsins.“