Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/45

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

36

„Nei, herra, hann var góður húsbóndi.“

„Hvað kom þá til að þú fórst að strjúka frá góðu heimili og komast í þessar hættur?“

Konan leit á frú Bird, með hvössu rannsakandi augnaráði, og henni gat eigi dulizt, að frúin bar sorgarbúning.

„Frú,“ sagði hún allt í einu, „hafið þér nokkru sinni misst barn?“

Spurningin kom að óvörum og ýfði upp illa gróið sár, því það var ekki nema einn mánuður síðan að ástfólgið barn þeirra hjóna var lagt í gröf sína.

Bird gekk út að glugganum, og tárin komu fram í augu frúarinnar, en hún yfirvann sig og sagði: „Því spyrðu að því? Ég hef misst eitt lítið barn.“

„Þá munuð þér kenna í brjósti um mig. Eg hef misst tvö, hvort á eptir öðru, og ég átti þetta eina eptir. Aldrei hef ég skilið hann við mig. Hann var mér allt, hann var hið dýrmætasta í eigu minni, og hann átti að taka frá mér og — selja hann; selja hann og senda langt í burt, frú, þann átti að vera einn síns liðs, barnið, sem aldrei hefur farið frá henni móður sinni — aldrei á æfi sinni. Ég stóðst það ekki, frú, og þegar ég vissi að kaupin voru fullgjörð, þá tók ég hann og flúði, — strauk burtu þá sömu nótt. Mér var veitt eptirför. Þeir eltu mig, frú. Maðurinn, sem keypti mig og tveir af húsbóndans mönnum, þeir voru rétt á hælum mér, og ég heyrði til þeirra. Ég stökk beint út á íshroðann á fljótinu, en