Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/49

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

40

ar, og ofboð smáir skór voru þar vafðir innan í pappír; þar voru og leikföng ýmiskonar, hnöttur, vagn og hestur, öllu þessu hafði verið safnað saman með heitum tárum og beiskum andvörpunum.

Hún settist á stól hjá dragkistunni, fól andlitið í höndum sér og grét, en tárin féllu niður í skúffuna.

„Mamma“, sagði annar drengjanna og kom hægt við handlegginn á henni, „ætlarðu að gefa þetta?“

„Kæru drengirnir mínir,“ sagði hún blíðlega og alvarlega, „ef hann elsku litli Hinrik okkar, sem var svo ástúðlegur, mætti líta af himni ofan til okkar, þá mundi hann verða glaður, væri svo gjört. Ég gæti ekki fengið það af mér að gefa það neinni móður, sem væri glöð og gæfusöm, en ég vil gefa það móður, sem hefur miklu meiri harm að bera heldur en ég, og það er von mín að drottinn sendi blessun sína með því“.

Frú Bird tók því næst tvenn eða þrenn lagleg drengjaföt ofan úr klæðaskáp, og settist niður við saumaborð sitt, tók skæri, nál og fingurbjörg og hélt áfram að leggja niður í böggul og lagfæra það, sem þess þurfti, þangað til gamla veggklukkan sló 12, og hún heyrði að vagni var ekið í hlaðið.

„María,“ sagði maður hennar, sem kom inn með yfirhöfnina sína á handleggnum, „þú verður að fara að vekja hana, nú verðum við að leggja af stað.“

Frú Bird flýtti sér að ganga frá ýmsu smávegis, sem hún hafði safnað saman í lítinn kassa, lokaði honum, og bað svo manninn sinn að fara með það út í vagninn; sjálf fór hún að