Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/61

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

52

hann og þótt svo vænt um hann, og nú var sorgarsvipur á hverju einasta andliti.

„Farðu upp í vagninn, sagði Haley við Tómas um leið og hann gekk snúðugt fram hjá svertingjahópnum. Tómas hlýddi á augabragði.

Haley keyrði hestana áfram, og Tómas horfði með hryggð og trega á gamla heimilið sitt, um leið og ekið var brott.

Þrælakaupmaðurinn fór með Tómas og nokkra aðra þræla, sem hann hafði keypt, út á eimskip á Ohio-fljótinu, sem ætlaði til New-Orleans eptir Missisippi fljótinu.