Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/62

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

XIII. Evangelina.

Í fyrstu hafði Haley nákvæmar gætur á Tómasi á daginn, og á nóttunni varð hann að sofa fjötraður; en með stillingu sinni og hógværð ávann Tómas sér trúnaðartraust jafnvel hjá öðrum eins manni og Haley var. Tómas tékk því leyfi til að ganga ófjötraður um skipið, hvar og hvenær sem hana vildi. Á meðal farþegja skipsins var maður einn ungur og vel efnum búinn, er var búsettur í New Orleans, maður þessi hét Águstinus St. Clare. Með honum var dóttir hans, lítil stúlka, fimm eða sex ára að aldri, ásamt konu nokkurri, sem var í ætt við þau, og sem virtist sérstaklega hafa yfir-umsjón með barninu. Tómas hafði opt séð þessari litlu stúlka bregða fyrir; hún var sí og æ á fleygiferð fram og aptur um skipið; hún gat engu fremur haldið kyrru fyrir, heldur en sólargeislinn eða sumarblærinn.

Tómas gaf litlu ungfrúnni nákvæmar gætur, áður en nokkur kunningsskapur hófst milli þeirra. Hann var leikinn í að búa ýmislegt smávegis til, sem smáfólkinu þykir mjög mikið í varið, og nú hugsaði hann sér að nota þessa kunnáttu sína. Hann gat búið til smákarfir úr kirsiberjasteinum og hann kunni að skera alls konar skringilegar myndir í hnotuskeljar,

53