Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/63

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

54

hann gat smíðað allavega leikföng úr ýmsu efni og með ýmsu lagi.

Það var nú samt sem áður enginn hægðarleikur að handsama litlu stúlkuna; hún stóð ekki lengi við í einu á hverjum staðnum.

„Hvað heitir litla ungfrúin?“ spurði Tómas einn dag; honum þótti þá bera vel í veiði að spyrja að heiti hennar.

„Evangelina St. Clare,“ sagði litla stúlkan, „en pabbi og allir kalla mig nú reyndar Evu; en hvað heitir þú?

„Ég heiti nú Tómas; litlu börnin heima í Kentucky voru vön að kalla mig Tómas frænda.“

„Þá ætla ég líka að kalla þig Tómas frænda, af því mér fellur þú svo vel í geð,“ sagði Eva. „Jæja þá, Tómas frændi, hvert ertu að fara.“

„Ég veit það ekki, ungfrú Eva.“

„Veiztu það ekki?“ sagði Eva.

„Nei, það á að selja mig einhverjum, ég veit ekkert hverjum.“

„Pabbi minn getur keypt þig,“ sagði Eva fljótlega, „og ef hann kaupir þig, þá skaltu eiga gott; ég ætla að biðja hann um það strax í dag.“

„Ég þakka þér fyrir, litla ungfrú mín,“ sagði Tómas.

Í þessu bili nam skipið staðar við bryggju eina, til þess að taka timbur; Eva heyrði að faðir hennar kallaði á hana, og hljóp hún til hans og gekk um þilfarið við hlið hans. Tóm-