Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/64

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

55

as stóð upp og gekk fram á skipið, til þess að hjálpa til með að ná viðnum út á skipið.

Eva og faðir hennar stóðu við borðstokkinn og horfðu á þegar skipinu var lagt frá landi. Skrúfa skipsins var tekin að hreifast; óðar en varði tók skipið snöggan kipp, Eva missti jafnvægið og féll á bak aptur niður í vatnið við hliðina á skipinu. Faðir hennar, sem naumast vissi hvað hann gjörði, ætlaði að fleygja sér í vatnið á eptir henni, en maður nokkur, sem stóð nálægt honum, kom í veg fyrir það; hann sá, að barninu hafði borizt betri hjálp.

Tómas hafði staðið á neðra þilfarinu, neðan undir þar sem Eva og faðir hennar höfðu staðið, þegar hún féll í vatnið. Hann sá að hún sökk og á sama vetfangi fleygði hann sér í vatnið, á eptir henni. Það var hægðarleikur fyrir hann, sem var bæði stór og sterkur, að halda sér uppi í vatninu til þess er henni skaut upp á yfirborð vatnsins eptir fá augnablik; hann tók hana í fang sér og svam með hana að skipshliðinni, þar voru óteljandi hendur á lopti að taka á móti henni, rétt eins og hún hefði heyrt þeim öllum til. Á næsta augnabliki hvíldi hún í faðmi föður síns, sem bar hana rennvota og meðvitundarlausa niður í skipið. Hún kom bráðum til sjálfrar sín aptur, en skipið hélt leiðar sinnar eptir fljótinu.

Það var steikjandi sólskinshiti næsta dag, er skipið nálgaðist New Orleans. „Ó, pabbi minn, kauptu hann Tómas frænda,“ hvíslaði Eva ofurhægt í eyrað á föður sínum, og vafði hand-