Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/67

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

XIV. Topsý.

Hinn nýi húsbóndi Tómasar, Ágústínus St. Clare, var sonur auðugs plantekrueiganda í Louisiana. Þegar skipið lagði að bryggjunni, kom vagn, er sendur var eptir þeim ; þau stigu öll upp í hann og óku brott án tafar.

Þegar vagninn nálgaðist bústað St. Clare, varð Eva sem frá sér numin af gleði; það leit helzt út fyrir, að hún ætlaði að fljúga út úr vagninum, eins og fugl úr búri. „Ó, er það ekki fallegt, er það ekki elskulegt!“ sagði hún, „heimilið mitt, ástkæra, góða heimilið mitt.“

Hópur af þjónum þyrptist út í fordyrið, til að fagna húsbónda sínum heimkomnum. Eva þaut í fangið á móður sinni og kyssti hana aptur og aptur. Svo flaug hún frá einum til annars og heilsaði ýmist með kossi eða handabandi; hún réð sér naumast fyrir gleði, að vera nú komin heim aptur.

St. Clare hafði í för með sér Opheliu frændkonu sína, og átti hún að ílengjast hjá þeim, með því að kona hans þóttist vera svo heilsutæp, að sér væri nauðsynlegt að hafa hana sér til aðstoðar við hússtjórnina.

Ophelía var hörð, einbeitt og kjarkmikil kona; hún var framúrskarandi reglusöm, kostgæfin og siðvönd. St. Clare var maður drenglundaður og örlátur; honum þótti vænt um allt

58