Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/68

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

59

og alla, og öllum, sem þekktu hann, þótti vænt um hann; en hann var latur og lét mikið eptir sjálfum sér; hann var mjög glaðvær og hafði jafnan spaugsyrði á reiðum höndum. Þau frændsystkynin greindi á um ýmislegt; sérstaklega voru þau mjög ósammála um eitt atriði — uppeldi barna.

Einn morgun, er Ophelía sat að verki sínu, heyrði hún að St. Clare kallaði: „Komdu ofan, frænka; eg ætla að sýna þér dálítið.“

„Hvað er það?“ sagði Ophelía og kom ofan af loptinu með sauma sína í hendinni.

„Eg hef fest kaup á nokkru, sem eg ætla þér að fást við. Sjáðu til“, sagði St. Clare og ýtti fram lítilli svertingjastúlku, hér um bil átta eða níu ára að aldri.

Hún hafði hinn allra dekksta hörundslit, sem til er á meðal svertingja; hún hafði afar-stór kringlótt augu, sem glitruðu líkt og glerperlur, og gaut hún þeira hratt og eyrðarlaust um allt herbergið. Hún var klædd í rifna tötra; og stóð hún þar grafkyr og hélt höndunum siðlátlega að sér.

Að öllu samtöldu var þessi litla stúlka mjög svo einkennilega skrítin og álfsleg, hún var eitthvað svo „heiðingjaleg“, eins og Ophelía komst einhverju sinni að orði um hana, að hina góðu konu hrylti við því. Hún sneri sér að St. Clare og sagði:

„Ágústínus, hvað kemur til, að þú ert að koma með þessa skepnu hingað?“

„Auðvitað handa þér? til að ala upp; mérþótti hún nokk-