Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/70

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

61

„Mundu, að nú áttu aðfara að verða góð stúlka, Topsý; mundu það nú“, sagði St. Clare.

„Já, massa“, sagði Topsý, og drap titlinga með augunum; hún stóð enn með siðlætis bragði og samanlögðum höndum.

„Ágústínus, en hvað á þá þetta að þýða?“ tók Ophelía loks til máls; hús þitt er svo troðfullt af þessum kveljandi yrmlingum, að maður má gæta sín við hvert fótmál að stíga ekki ofan á þá; og heldurðu að eg haft ekki nóg að starfa hér í húsinu, þó þú færir nú ekki að bæta þessu við mig?“

„Sagði eg þér það ekki? Þú átt að ala hana upp og kenna henni manna siði. Þú ert sí og æ að prédika um barnauppeldi. Eg hugsaði mér að gefa þér stúlku, sem þú gætir reynt þig á. Hún lítur út fyrir að vera kát, og lagleg er hún líka, svo eg hugði, að það mætti gera mann úr henni, og eg keypti hana og ætla nú að gefa þér hana. Reyndu nú, hvað þér tekst. Þú veizt, að eg get ekkert í þá átt, en mér þætti gaman að þú reyndir.“

Þegar búið var að klæða Topsý úr tötrunum í betri föt og skera hár hennar, þá sagði Ophelía, að hún væri eitthvað „kristilegri“ í útliti, en hún hefði áður verið, og nú fór hún að hugsa fyrir uppfræðslu hennar.

Hún tók sér sæti frammi fyrir henni og tók að spyrja hana:

„Hvað ertu gömul, Topsý?“

„Veit ekki, missus“, sagði Topsý og glotti við, svo skein í tanngarðinn.