Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/71

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

62

„Veiztu ekki, hvað þú ert gömul? Hefur enginn sagt þér það? Hver var móðir þín?“

„Aldrei átt móður“ sagði barnið og glotti aptur.

„Aldrei átt móður! Hvað áttu við? Hvar ertu fædd?“

„Aldrei fædd!“ sagði Topsý og glotti enn á ný.

„Þú átt ekki að svara mér svona, barn; eg er ekki að spauga við þig. Segðu mér nú, hvar þú ert fædd og hverjir foreldrar þínir voru.“

„Aldrei fædd“, sagði Topsý aptur með meiri áherzlu, „aldrei átt foreldra og aldrei átt neinn; gamla Súa passaði mig“.

Það var auðséð að barninu var alvara.

„Hvað varstu lengi hjá húsbændum þínum?"

„Veit ekki, missus.“

„Varstu þar eitt ár, lengur eða skemur?

„Veit ekki, missus.“

„Ó“, sagði Jana, „þessir óupplýstu svertingjar kunna ekki að telja; þeir hafa enga hugmynd um tímatal, og vita ekkert um ár né aldur.“

„Veiztu, hver hefur skapað þig?“ spurði Ophelía nú og sneri samræðunni á annan veg.

„Enginn, sem eg veit um“, sagði Topsý. „Eg hugsa eg hafi vaxið sjálf; eg held enginn hafi skapað mig.“

Ophelía sleit nú þessari miður uppörfandi samræðu og reis úr sæti sínu forviða og gröm.

Topsý var nú upp frá þessu skoðuð sem eign Ophelíu, og með því að hún var ekki vel séð í eldhúsinu, réði Ophelía