Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/79

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

70

Hinum trygglynda, gamla manni fannst sem ör væri stungið í hjarta sér; og harm fór að hugsa um, hve mjög honum hefði virzt útlit Evu hafa farið versnandi á seinustu sex mánuðunum, hvað hún var orðin fölleit og hvað hendurnar á henni voru orðnar magrar, og andardrátturinn óreglulegur og tíður, og hvað hún þreyttist fljótt á að leika sér, hún sem einu sinni hafði getað leikið sér og verið að hlaupa um garðinn svo tímum skipti. Hann fór að hugsa um það að hann hefði heyrt Ophelíu tala um hósta, sem lyf hennar gætu ekki ráðið bót á; og Ophelíu nú brann þessi litla hönd og heita kinn af sjúkdóms hita.

Lífskraptur Evu þverraði óðum. Sjaldnar og sjaldnar heyrðist hið létta fótatak hennar á veggjasvölunum, en því optar var hana að Anna á legubekk, sem stóð við opinn gluggann; þar hvíldi hún og horfði með stóru, djúpu augunum sín um í öldurnar, er léku við sjávarströndina.

Einn dag er hún hvíldi á legubekknum sagði hún allt í einu við móður sína: „Mamma, eg vil láta klippa af mér nokkuð af hárinu mínu“.

„Til hvers?“ spurði móðir hennar.

„Mamma, mig langar til að gefa vinum mínum það á meðan eg get gjört það sjálf; villtu biðja frænku að koma og klippa það fyrir mig?“

Frú St. Clare kallaði á Ophelíu, sem var í öðru herbergi.

Barnið reisti höfuðið frá koddanum, hristi hina gullnu