Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/85

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

76

Tómas tók báðum höndum utan um hönd húsbónda síns; tárin streymdu niður um hinar dökku kinnar hans, en hann leit upp á við; þaðan hafði hann ætíð vænt hjálpar.

Barnið lá nú rólegt, en dró andann ótt og títt, og var auðséð að lífskraptur hennar var þrotinn. Hún hafði opin stóru, bláu augun og starði út í geiminn. Þau þyrptust öll að rúminu.

„Eva“ sagði St. Clare blíðlega.

Hún heyrði ekki til hans.

„Ó, Eva, segðu okkur, hvað þú sérð! hvað er það?“ sagði faðir hennar.

Bjart og dýrðlegt bros ljómaði á ásýnd hennar og hún sagði hægt og með hvíldum: — „Ó, kærleikur — friður — gleði!“ — svo stundi hún við og gekk frá dauðanum til líf síns!

Farðu vel ástkæra barn! Hinar björtu dyr eilífðarinnar hafa lokast á eptir þér. Vér sjáum eigi framar þitt undurfagra andlit.