Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/92

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið staðfest

83

„Drottni sé lof og dýrð! þetta var — þetta var — þetta var það eina, sem mig vantaði! Þau hafa ekki gleymt mér! það vermir sálu mína, það er balsam mínu gamlahjarta! Nú dey eg glaður. Lofa þú Drottin, sála mín!“

* * *

Gleðin yfir að sjá son síns gamla, kæra húsbónda, hafði veitt hinum deyjandi manni nokkurn mátt, en sá máttur þraut bráðum aptur. Hann hné máttvana á flet sitt og lokaði augunum. Yfir andlit hans leið hin dularfulla, hátíðlega breyting, er bar vott um, að sál hans nálgaðist æðri heima.

Hann tók að draga andann djúpt og með löngu millibili. Hið breiða brjóst hans gekk upp og niður. Það var sigurvegara svipur á andliti hans.

„Hver — hver — hver getur skilið oss frá kærleika Krists?“ sagði hann með veikri rödd, er benti á að dauðinn var nálægur, og með bros á vörum sér sofnaði hann.

Georg var gagntekinn af hátíðarfullri lotningu; honum fannst þessi staður vera heilagur; en meðan hann var að veita hinum látna manni nábjargirnar, og reis á fætur frá fletinu, þá var það aðeins ein hugsun, er fyllti huga hans, hugsun sem hinn gamli vinur hans hafði látið í ljósi: „Hvílík blessun er að vera kristinn!“

Þegar hann reis á fætur, sá hann að Legree stóð þar nærri, ólundarlegur á svip.

Georg vafði yfirhöfn sinni um líkið: „Drengir“ sagði hann með valdmannslegum róm við svertingja nokkra, er stóðu