Fara í innihald

Blaðsíða:Harriet Beecher Stowe - Tómas frændi.djvu/91

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið staðfest

XIX. Andlát Tómasar frænda.

Það fór hrollur um Georg Shelby og honum varð illt fyrir hjartanu, er hann gekk inn í kofann, þar sem Tómas frændi hefði legið í tvo daga.

„Er það mögulegt — er það mögulegt?" sagði hann og kraup á kné við flet hans. „Tómas frændi; veslings, veslings gamli vinur!“

Það var eitthvað í málrómnum, er þrengdi sér að eyra hins deyjandi manns; því hann hreifði höfuðið ofurlítið og brosti.

Tár, sem voru karlmannshjarta hins unga manns til sóma, streymdu niður um kinnar hans, er hann laut yfir gamla vininn sinn.

„Ó, kæri Tómas frændi! Líttu upp, talaðu við mig einu sinni enn þá. Sjáðu! Það er hann Georg, hann litli Georg þinn. Þekkirðu mig ekki, Tómas frændi?“

„Master Georg!“ sagði Tómas, og opnaði augun; hann talaði 1 mjög veikum róm. „Master Georg!“ Hann virtist eiga bágt með að átta sig. Smám saman rankaði hann þó við sér, hið sljóa augnaráð skírðist og það birti yfir öllu andliti hans; hann fórnaði upp mögru höndunum, og tár runnu niður kinnarnar.

82