Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/120

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

114

vígðri mold á hjerann, og um leið varð hann að syni hans, honum Hans, sem hafði farið út í heiminn til þess að læra.

Nokkru síðar átti að halda hestamarkað, og þá gerði piltur sig að brúnum hesti, og bað föður sinn að fara á markaðinn með sig. „Þegar einhver kemur og vill kaupa mig, skalt þú segja, að þú viljir selja mig fyrir hundrað dali, en þú mátt ekki gleyma að taka af mjer beislið, annars slepp jeg aldrei frá Vindskegg bónda, því það er hann sem kemur og kaupir mig“, sagði Hans.

Svona fór það líka, það kom hrossaprangari, sem endilega vildi kaupa brúna hestinn, og maðurinn fjekk fyrir hann hundrað dali, en þegar búið var að borga, vildi kaupandinn endilega fá beislið. — „Ekki sömdum við um það“, sagð maðurinn, „og beislið færð þú ekki, því jeg hefi fleiri hesta, sem jeg þarf að hafa beisli á“. Svo fór hvor sína leið. En Vindskeggur var ekki kominn langt áður en Hans breytti sjer aftur í mann og þegar faðir hans kom heim, sat Hans þar og ljet fara vel um sig.

Daginn eftir breytti hann sjer í jarpan hest og sagði við föður sinn, að hann skyldi fara með sig á markaðinn. „Ef einhver kemur, sem vill kaupa mig, skalt þú segja, að þú viljir fá 200 dali, því það mun hann vilja borga og gefur þjer meira að segja í staupinu, en hvað sem þú drekkur og hvað sem þú gerir, þá mundu það að taka af mjer beislið, annars sjerðu mig aldrei framar“, sagði Hans. Jú, svona fór það, faðir piltsins fjekk 200 dali fyrir hestinn og brennivín í tilbót, og þegar hann skildi við Vindskegg, þá var ekki meir en svo að hann myndi eftir að taka beislið af hestinum. Svo þegar maðurinn kom heim, sat piltur þar í makindum.

Þriðja daginn fór eins. Piltur gerði sig að stórum gráum hesti, og sagði við föður sinn, að hann skyldi fara með sig á markaðinn, og myndi nú verða boðnir fyrir