Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/121

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

115

hann 300 dalir og honum gefið í staupinu, en ekki mætti hann gleyma að taka af hestinum beislið, annars kæmist hann aldrei frá Vindskegg bónda. Nei, faðir piltsins sagðist ekki skyldi gleyma því. Þegar hann kom á markaðinn, fjekk hann strax þrjú hundruð dali fyrir hestinn, og svo rækilega í staupinu á eftir, að hann gleymdi að taka beislið af hestinum, og Vindskeggur fór með hann af stað. — Þegar hann var kominn nokkuð burtu frá markaðssvæðinu, ætlaði hann inn í krá til þess að kaupa sjer meira brennivín, og setti glóandi glóðarker fyrir framan hestinn, en fullan poka af heyi fyrir aftan hann, batt tauminn við hestasteininn og fór inn í krána. Hesturinn stóð þar og bar sig aumlega, frýsaði og hristi sig allan. Svo kom stúlka framhjá og hún kendi í brjósti um hestinn. „Aumingja skepnan“, siagði hún. „Hverskonar maður er þetta sem á þig og fer svona illa með þig“ sagði hún. Svo leysti hún taumana úr hringnum í hestasteininum, svo hesturinn gæti snúið sjer við og bragðað á heyinu.

„Jeg á þennan hest“, æpti Vindskeggur bóndi, og kom þjótandi út um dyrnar; en þá var hesturinn þegar búinn að hrista fram af sjer beislið, kastaði sjer út í tjörn, sem þar var og gerði sig að litlum fiski. Vindskeggur stökk á eftir og gerði sig að stórri geddu. Þá brá Hans sjer í dúfulíki, en Vindskeggur gerði sig þá að hauk og flaug á eftir dúfunni. En kóngsdóttir stóð við glugga í kóngshöllinni, og horfði á þennan eltingaleik. „Ef þú vissir eins mikið og jeg veit“, sagði hún við dúfuna, „þá kæmir þú inn um gluggann til mín“.

Dúfan þaut inn um gluggann, gerði sig að manni, og Hans sagði kóngsdóttur hvernig lá í öllu þessu.

„Gerðu þig að gullhring, og settu þig á fingur mjer“, sagði kóngsdóttir.

„Nei, ekki dugar það“, sagði Hans. „Því þá gerir Vindskeggur kónginn veikan, og enginn getur læknað