Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/16

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

10

því hún vildi gjarna sjá hann, og á daginn væri hún alltaf ein, og það væri svo tilbreytingarlaust.

„Svei, ætli þetta sje ekki einhver galdrakarl“, sagði móðir hennar, „jeg skal kenna þjer ráð, svo að þú fáir að sjá hann. Jeg skal gefa þjer kertisbút, sem þú getur stungið í barm þinn, lýstu svo á hann, þegar hann sefur, en gættu þess, að ekki leki á hann tólgardropar“.

Jú, hún tók við kertinu og stakk því í barm sinn, og um kvöldið kom ísbjörninn að sækja hana. Þegar þau voru komin nokkuð áleiðis, spurði björninn, hvort ekki hefði farið, eins og hann hefði sagt.

Jú, ekki var hægt að neita því.

„Ef þú hefir farið að ráðum móður þinnar, þá hefirðu gert okkur bæði óhamingjusöm, og þá eru okkar samvistir líka búnar“.

Nei, ekki hafði hún nú þýðst ráð móður sinnar, sagði hún.

Þegar hún svo var komin heim, og lögst til svefns, þá gekk allt eins og venjulega. En er hún heyrði, að maðurinn svaf, tók hún sig til og kveikti á kertinu og leit á hann, og þá var það yndislegasti kóngssonur, sem hægt var að hugsa sjer, og hún varð svo hrifin af honum, að hún gat ekki hugsað sjer að lifa án hans, meira að segja alls ekki, ef hún ekki fengi að kyssa hann strax, og það gerði hún líka, en í sama bili láku þrír tólgardropar úr kertinu niður á skyrtuna hans, og hann vaknaði.

„Ó, hvað hefirðu nú gert?“ Nú hefirðu gert okkur bæði óhamingjusöm. Ef þú aðeins hefðir verið stillt í eitt ár, og ekki farið að forvitnast, þá hefði jeg verið leystur úr álögum, því jeg á stjúpmóður, sem hefir lagt á mig, að jeg verði ísbjörn á daginn, en maður á nóttunni. En nú er öllu lokið okkar á milli, nú verð jeg að fara frá þjer til hennar, hún á heima í höll, sem er fyrir austan sól og vestan mána, og þar er kóngsdóttir með þriggja álna langt nef, og hana verð jeg nú að eiga fyrir konu.

Hún grjet og barmaði sjer, en við því var ekkert að