Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/22

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur verið staðfest

16

„Jeg sel það ekki, hvorki fyrir gull nje gimsteina“, sagði stúlkan.

„Hvað viltu þá fá fyrir það. Þú skalt fá hvað sem þú vilt“, sagði kóngsdóttir með langa nefið.

„Ef jeg fæ að komast til kóngssonarins, sem er hjer, og vera hjá honum í nótt“, sagði stúlkan, sem Norðanvindurinn hafði komið með, þá skaltu fá eplið“.

„Já, já, það er hægt", svaraði hin.

Kóngsdóttir fjekk svo gulleplið. En þegar stúlkan kom upp í herbergi kóngssonarins um kvöldið, þá svaf hann. Hún kallaði til hans og hristi hann, en þess á milli grjet hún og barmaði sjer, en henni var ómögulegt að vekja hann. Um morguninn, þegar birti af degi, kom kóngsdóttirin neflanga og rak hana út aftur.

Um daginn settist hún aftur fyrir utan hallargluggana, og fór að hespa á hesputrjeð, og það fór á sömu leið og daginn áður. Sú neflanga spurði, hvað hún vildi fá fyrir þetta hesputrje, en stúlkan sagði að það væri ekki falt, hvorki fyrir gull nje gimsteina, en ef hún mætti fara upp til kóngssonarins og vera hjá honum um nóttina, þá skyldi hún fá hesputrjeð. En þegar hún kom upp í herbergið til hans, þá var hann sofandi, og hvernig sem hún hrópaði og æpti og hristi hann, og hvernig sem hún grjet, þá gat hún ekki vakið hann, og þegar birti af degi morguninn eftir, kom sú langnefjaða og rak hana út aftur.

Og svo þegar leið á daginn, settist stúlkan fyrir utan gluggana og fór að spinna á gullrokkinn, og kóngsdóttirin með langa nefið fjekk líka ágirnd á honum. Hún kom út í gluggann og spurði, hvað hún vildi fá fyrir rokkinn. Stúlkan sagði sem fyrr, að hann væri ekki til sölu, hvorki fyrir gull nje gimsteina, en ef hún mætti vera hjá kóngssyninum næstu nótt, þá skyldi hún láta rokkinn. Jú, það mátti hún svo sem gjarna. En þá var þar eitthvert fólk, sem var fangar í höllinni, og þetta fólk var í herberginu við hliðina á stofu konungssonar, það hafði heyrt að þar var stúlka inni, sem hafði grátið og hrópað á hann síðustu