Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/44

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

38

timburmeistari hans úti, og tóku á móti honum, og skömmuðu hann fyrir það, hve illa hann hefði farið með skóginn, það hafði timburmeistarinn sjeð. — En þegar Umli kom með hálfan skóginn, varð kóngur bæði hræddur og reiður, og hugsaði sjer, að best væri að fara varlega að þessum vinnumanni, fyrst hann væri svo sterkur.

„Þú ert meiri vinnuþjarkurinn“, sagði kóngur, „en hve mikið borðar þú í einu“, bætti hann svo við, „því þú ert víst svangur?“

„Ef jeg á að fá almennilegan graut, þá þarf í hann tólf tunnur af mjöli“, sagði Umli úr gæsaregginu, „en ef þetta er gert, þá verð jeg saddur þó nokkra stund“.

Það tók nú tíma að búa til svo mikið af graut, og á meðan átti Umli að bera inn við handa eldamanninum að sjóða við. Þá setti Umli allan hauginn af eldiviði á sleða, en þegar hann ætlaði með hann inn gegnum eldhúsdyrnar, fór heldur að versna, hann tók svo fast á, að húsið skekktist alt á grunninum, og brakaði og brast í öllu, það lá við sjálft að öll kóngshöllin hryndi. Þegar leið að því að maturinn væri tilbúinn, var honum sagt að kalla á fólkið að borða, það var út á akri að vinna. Og hann hrópaði svo hátt að undir tók í öllum hæðum og fjöllum, en þegar honum fanst það ekki koma nógu fljótt, þá reiddist hann svo, að hann sló tólf vinnumenn í rot, þegar þeir komu.

„Hann rotaði tólf“, sagði kóngurinn, „og hann jetur á við mörgum sinnum tólf, en á við hvað marga geturðu unnið?“

„Á við mörgum sinnum tólf líka“, svaraði Umli.

Þegar Umli hafði fengið að borða, átti hann að fara út í hlöðu og þreskja. Þá gerði hann sjer lítið fyrir og tók mæniásinn úr hlöðunni, og þreksti með honum. En af því þakið fór heldur að síga, þegar undan var mænirásinn, tók Umli heilt grenitrje með greinum og öllu