Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/70

Úr Wikiheimild
Fara í flakk Fara í leit
Þessi síða hefur verið villulesin

64

hjálpa þjer. Hefirðu hníf?“ „Nei, en jeg hefi sverð“, sagði hann.

Þegar örnin hafði jetið uxana tólf, bað hún hermanninn að slátra einum enn og hafa hann með í nestið. „Í hvert skifti sem jeg geispa, þá verður þú að vera til með kjötstykki handa mjer“, sagði hún, „annars kemst jeg ekki upp með þig“. Já, hann gerði eins og hún bað um, og hengdi tvo stóra kjötpoka um hálsinn á henni, en sjálfur skreið hann inn milli fjaðranna. Þá hristi örnin vængina, og svo flaug hún upp eins og vindur, svo dundi í loftinu. Hermaðurinn hafði nóg að gera að halda sjer föstum. Það var rjett aðeins að hann gat gætt þess að kasta upp í örnina kjötstykkjunum, þegar hún geispaði. Loksins fór að bláma fyrir degi yfir þeim, og þá var örnin rjett komin að því að gefast upp á fluginu, og barði vængjunum, en hermaðurinn var viðbúinn og greip síðasta kjötbitann, heilt læri, og kastaði til hennar. Þá náði hún sjer aftur og komst upp með hann, og þegar hún hafði setið um stund og hvílt sig í stóru trje, fór hún aftur af stað með hann og sást þá bæði land og sjór. Rjett hjá kóngshóllinni skildu þau, og örnin flaug heim aftur, en sagði honum fyrst, að ef hún gæti eitthvað gert fyrir hann, þá skyldi hann bara blása í hljóðpípuna, þá kæmi hún strax.

En á meðan var lokið umstanginu í kóngsgarði, og leið að þeim tíma, þegar veislan átti að standa, þegar kapteinninn og liðsforinginn giftust báðum eldri kóngsdæturnar. En þær voru ekki glaðari en yngsta systir þeirra, og því nær sem brúðkaupsdagurinn kom, þess hryggari urðu þær. Loksins spurði kóngurinn hvað væri að þeim; honum fanst það svo einkennilegt, að þær væru ekki kátar og glaðar, nú þegar þær væru aftur komnar heim og lausar úr tröllahöndum, og ættu að giftast svona góðum mönnum. Eitthvað urðu þær að