Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/72

Úr Wikiheimild
Jump to navigation Jump to search
Þessi síða hefur ekki verið villulesin

66

66 sjer, var hann ekki alveg eins rogginn. Hann bæði grjet og barmaði sjer, og skammaði lærisvein sinn, sem hafði komið honum til þess að hlaupa á sig, þegar hann var fullur. Nú væri víst best að hann stytti sjer aldur strax, því ekki var að spyrja um það, að hann hjeldi lífi, úr því bestu og fínustu gullsmiðir gátu ekki smíðað slíkt tafl, þá var ekki líklegt, að hann gæti það.

Jeg hefi uxaskrokka handa þjer

„Jeg hefi uxaskrokka handa þjer

„Vertu ekki að súta þetta", en komdu með gullið", sagði hermaðurinn. „Jeg skal búa til taflið. En jeg vil fá herbergi út af fyrir mig að vinna í", sagði hann. Það fjekk hann strax og meira að segja þakkir í viðbót. En það drógst að taflið kæmi. Hermiaðurinn gerði ekki neitt, annað en að slæpast, og gullsmiðurinn var altaf hálfskælandi, af því að ekki var byrjað á verkinu. „Skiftu þjer ekki af þessu", sagði hermaðurinn, „fresturinn er langur. Ef þú ert ekki ánægður með það sem jeg hef lofað, geturðu sjálfur búið til taflið". — Og það sat við sama, bæði þenna dag og þann næsta, og þegar