Blaðsíða:Norsk avfintyri b1.pdf/83

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

77

að taka af sjer lóðin, og flýta sjer eins og hann gæti, því hann þyrfti að fá vatn af heimsenda eftir 10 mínútur.

Hljóp eftir vatni á heimsenda.

Náunginn reif af sjer lóðin, fjekk fötu og stökk af stað, en það drógst að hann kæmi aftur, og að lokum voru ekki eftir nema þrjár mínútur, þangað til tíminn var liðinn, og kóngurinn var svo glaður, að honum lá við að dansa. En þá kallaði Ásbjörn á þann, sem heyrði grasið gróa, og fjekk hann til að hlusta eftir, hvað orðið hefði um þann, sem átti að sækja vatnið.

Hinn hlustað og hlustaði og sagði svo: „Hann er sofnaður við brunninn á heimsenda, jeg heyri hann hrjóta, og tröllið er að raula við hann“. Þá hrópaði Ásbjörn á þann, sem gat skotið alt á heimsenda, og bað hann að skjóta tröllið. Jú, það gerði hann, skaut það beint í augað, svo það rak upp ógurlegt öskur, og við það vaknaði náunginn, sem átti að sækja vatnið, og