Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/112

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

108

7. Þína ást eg aldrei þó, med ordum gjørdi fala; í huga sástu hvad mér bjó, hvurugt þurfti ad tala.

8. Þig til handa þá eg sá, þegni ødrum gánga; flúdi eg landid frá þér þá, flúdi eg gøtu lánga.

9. Flúdi eg nordur hálfu heims, og heiminn svo ad kalla; mér þú, skordin glampa geims, gøtu fylgir alla.

10. Beitstu ad nú í vetur hér, vildir bætur kénna: dilladir þú í draumi mér, drósin nætur þrennar.

11. Eg þegjandi heingdi haus, hræddist trúa øndin: hvurt mun andinn ljúfi laus, líkams nú vid bøndin?

12. Og svo hingad hvarfla sér, hægt til drauma bóta, yfir, kring og innra í mér, á loptstraumum fljóta.

13. Eda mundir, linda Lín, lífs á gøtu þinní, þeinkja stundum mjúkt til mín, manns í útlegdinni.

14. Þegar þú heyrir, heillin mín, hanann brúna gala, ljádu eyru þessu þín! um þig eg núna tala.


15. Dagsins runnu djasnin gód, dýr um hallir vinda; morgunsunnu blessad blód, blæddi um fjalla tinda.