Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/113

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

109

16. Ljósid fædist, dimman dvín, dafnar nædid fróma, loptid glædist, láin skín, landid klædist blóma.

17. Dýrinn vída vakna fá, varpa hýdi nætur, grænar hlídar glóir á, grøsin skrída á fætur.

18. Hreidrum gánga fuglar frá, fløgta um dránga bjarga, sólar vánga sýngja hjá, sálma lánga og marga.

19. A allar lundir laga klid, lopts í bláu rúmi; létta blundi lætin vid, Leó þá og Númi.

20. Blundur nætur nægir sá, njóta mætu vinir; skunda fætur frægir á, fljóta glætu hlynir.

21. Leó hradur hefur þá, hjólum snúid svara: „heilla madur, hermdu frá, hvørt á nú ad fara.“

22. Númi elur andsvør þá: „ílls er vøl ad kalla; eg vil felast, ef ad má, innst í dølum fjalla.

23. „Birni hér og ljóna lid, lands um slódir hardar, betra er ad búa vid, en blindar þjódir jardar.

24. „Slíkir fæla fridinn há, og flesta sælu nída; leitum þræla lidi frá.“ Leó mælir sídann: