Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/114

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

110

25. „Hjá þér þreya, vænst er vist, vodins treyu nídir! en Sikiley mig finna fyrst, og frelsa meyu tídir.“

26. Númi svara frægum fer, Fundi linna hlída: „eg skal fara þá med þér, í þetta sinn og strída.

27. „Viljir hrada þú um þad, þóptu nadi ad búa, kalla eg gladur kífi ad, Kúres-stadar búa.

28. „Fødur mínum þessi þjód, þénti geir ófeiga; þegar gína hjørva hljód, hylla þeir oss meiga.

29. „Þó ad gædin fridar fá, fast minn þrái hugur, ei mig hrædir hlífa þrá, hlíta náir dugur.“

30. Leó kjærum þackar þá, þvita meidir hnúa, vill svo færa leid ad lá, lángar skeidir búa.

31. Skilja dýrir børvar brátt, blóma lýra valla; neitt ei rýrir nægan mátt, Númi snýr til fjalla.

32. Leó fer, þar vinsæll var, veg med strandar hrønnum, hundrad kneri þiggur þar, þegn ad vandamønnum.

33. Bússur núna búa vann; breidast húna vodir, kadla snúna herdir hann, hreifa brúnum gnodir.