Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/124

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

120

43. Herinn gildi hrífur skildi og hetti járna; munu í Hildi hvørgi tryldir hugir sárna.

44. Númi qvedur kærast fljód, þau kyssast leingi; sída vedur vega slód med vaska dreingi.

45. Klárar strjúka foldar fidur fótahvatir; gøtur rjúka, glumdi vidnr grjót og flatir.

46. Þar sem skeida, fnasa og freyda fákar voga, kletta meida, en brautin breida brann í loga.

47. Fákur kremur fold og lemur fótum breidum; þar vid nemur, Númi kemur nidur ad skeidum.

48. Leó þar vid løginn var med lánga kneri; frama-snar hann fagnar skara fjardar Gréri.

49. Leó bidur hal ad hrada heldur reisu: nú skal ida allt á stad í eirdar leysu.

50. Dvelur leingur um þad eigi ýta grúinn; herinn geingur fram á fleyin fagurbuin.

51. Ferjur stikla á fljótid mikla, og ferdir jóku; bárur sprikla, og brýr í hnykla bretta tóku.

52. Rauk, sem tundur, áls vid undur ægis froda; fljóta hundur hýddi sundur hryggi boda.