Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/125

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

121

53. Øldur hráar granir gráar grettu ad støfnum; rumdi hávar risinn sjáar rómi jøfnum.

54. Od á skeidi øldu meidir undan bodum; þrumdi reidi, lífandi leidi lék í vodum.

55. Skorin þá í Skafla lá, vid skutinn orgar; vindum þráu vodin háa valla torgar.

56. Storma leingi svala svelgir svánga vodin, qverkar þreyngir og bumbinn belgir, bylja trodinn.

57. Svo skínandi Sikiley úr sæfi lídur; ber ad landi føgur fley, þar ferdin bídur.

58. Binda sveinar seglid hvíta, saddir ønnum; akkers fleinar botnin bíta beittum tønnum.

59. Leó fer á litlum knør ad leyni-klettum; nú vill géra njósnar før, og ná sér fréttum.

60. Snúid sinni hefur húd med hettu sída; smala finnur ferda lúdi fleygir skída.

61. Smala skaudi skelk hinn stóri skrøggur vekur; undan blaudur æda fór, og orga tekur.

62. Nær med hreysti hetjan kenda halnum trega, hótar kreista og helju senda hraparlega.

63. Nema segi um sidi landa søgu rétta; hinn qvadst fegin vafinn vanda vilja þetta:

64. Kastor heitir kóngur vor, hinn krapta stóri; hjør ad beita hefur þor á hraustum jóri.

65. Hann er ríkur, hann á land og hvad sem tídir, hann er líkur hálfum fjanda, helst ef strídir.

(6)