Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/126

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

122

66. Allt hans lid er útbúid med Øri og boga, íllþýdid ad eiga vid, sér aungvir voga.

67. Festar meyu fylkir á, þó fatist kæti; hún í reigin hømrum má nú halda sæti.

68. Fjøgur hundrud hamrammastir hrotta draugar, vakta mundu varnar fastir vefja bauga.

69. Vill ei þýdast Skjaldmey skær þann skjøldúng strída; því skal bída þrálynd mærin þægri tída.

70. Fleygdi í brædi frægdar mann, þeim freyddi svørum; sídan ædir ofan hann ad eigin knørum.


Fjórtánda Ríma.



Hvad má strída stytta tíd, og stødvun qvída forma? þad, ad smída ljód, og lýd, létta grídar storma.

2. Vetrar bindur møgur mynd, mjúka lind í fjøtra; hrista vindar haudur-grind, hræfartindar nøtra.

3. Þegar ljód um fjøll og flód, fluttust hljódum betri, hvurgi þjódin heyrdi gód, hrinur í ódum vetri.

4. Rád til ber: ad herda hér, hljód og skéra penna; ílla fer ef máské mér, mædan er ad kénna.