Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/13

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

9

18. Borgin ádur búin var, blóma og heidur firdur, eptir rádum Rómular, Remur deydi myrdur.

19. Hinn, sem efna blódugt bad, bródur réd og pínu, hann lét nefna háan stad, heiti eptir sínu.

20. Borgar meingi í orustum ært, einatt verid hefur, þeirra einginn kynid kært, qvenna armi vefur.

21. Þad var skadi, í þessum stad, því fanst eingin kona! meinid þid hvad, ad þessir þad, þoli leingi svona?

22. Nú skal ødru fólki frá, frásøgn géra nýa: Latsíu jødrum liggur hjá, landid Sabinía.

23. Kóngur Tasi høldum hjá, hefur stjórnar gætur, hlífa þrasi hvørgi sá, hrøckvast fyrir lætur.

24. Hann nam varast vanda og stríd, á velli fyrst uppskéra, ad forsvara land og lýd, lét sér ant um vera;

25. Dygdir metur heidur hann, heillum gæddur fínum; þjódin betur eingin ann, ástum kóngi sínum.

26. Hilmi jafn ad heidri er, hollur bródur nidur, Pompíls nafn sá budli ber, bardaga reyndur vidur.

27. Hernum stýrir hann og ver, haudur,