Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/14

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

10

dýrum brandi, fjandmenn rýrir fyrir sér, svo fridurinn býr í landi.

28. Atti dýa røduls rán, reigin tíginn sjóli, Pompilía heitir hún, hjúpud orma bóli.

29. Astin hlý vard af því sár, ángrast bædi vidur, lidin tíu eru ár, ei þeim fædist nidur.

30. Gøfgudu marga Gudi þá, gumnar fræddir midur, til heilla og bjarga hétu á, hvørn þar átti vidur.

31. Trúnad manna mestan bar, (því markir vóru í standi), Sádgydjan hún Seres þar, í Sabiníu landi.

32. Hennar stendur hofid skreytt, þar hefjast skógar grænir, eikur hendur hafa breidt, hússins yfir mænir.

33. Mikill Presta þorri þar, þjónkun gydju veitir, tignar mestur talinn var, Tullur sá sem heitir.

34. Pompilía fundid fær, frømud Presta og bidur, fornir drýgja fyrir mær, svo frjófgist henni qvidur.

35. Skrúda hjúpast hann vid þad, hér til fús ad stydja, bædi krjúpa í einhug ad, altarinu og bidja.

36. Þannig Frúin: „heiløg há, himnesk