Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/15

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

11

dísin besta, sjá þú nú mér aumur á, allt mig þikir bresta.

37. Medan eg ei fyrir mannval best, módir fæ ad vera, á øllu feigin ødru brest, eg vil gódu bera.

38. Ef miskun hneigir mér og hal, møg svo géta kunni, þó eg deyi eg þacka skal, þér í fædíngunni.

39. Sonur ef þá audnast mér, eru kostir gódir, hann eg géf og helga þér, honum vert þú módir!“

40. Þannig bad hún þrátt og títt, þessi greidist vandi, eptir þad sig fljódid frítt, finnur barnshafandi.

41. Gledin blída hjørtun há, hjóna fadmi vefur, tekur ad lída tímann á, til þess fædíng krefur.

42. Nú er búin borgin m; bod til Sabinía, berast nú og bréfin fróm, ad bjóda í stadinn nýa.

43. Þar á ad vera helgihald, og hátíd Guda mesta, hvør sem ber til vilja og vald, velkominn sé gesta.

44. Margir girnast þetta þá, þángad flockar renna, borgar firna byggíng sjá, bædi manna og qvenna.

45. Pompíll fylgir þángad þjód; þakinn