Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/20

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

16

vedur, þar sem yfir ekru bak, ógnfylkíngin tredur.

84. Fram svo nádi æda øld, opt þó mæti slørkum, uns þeir ráda ad reisa tjøld, á Rómaborgar mørkum.


Ønnur Ríma.


Enn þá hafdi ei heimur forn, hulin nád ad finna, helblá eitureldakorn, í idrum jardarinnar.

2. Þig, sem setur borg og bý, í bál, í andartogi, hvør kom med þig heiminn í, heljardýkis logi?

3. Þú sem dýrfist þreita raust, þrumu saunginn vidur, og alla hluti eirdarlaust, í øsku fellir nidur.

4. Þó í þér qveiki huglaus hønd, hnígur kémpan góda, og þú eidileggur lønd, í loganum Djøfulóda.

5. Hvar sem þér er otad á, ertu fús ad granda, fyrir þér ecki fjøllin blá, í fridi meiga standa.

6. Med þér fylgir mord og svik, mund ef stýrir hvinna, því þú ert ecki augnablik, óluckuna ad vinna.

7. Hermenn, borgir, hús og skip, á hafnar mjúkum dýnum, verdur allt í einum svip, eldur í kjapti þínum.