Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/19

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

15

74. Tullur vann sitt lid ad ljá; lífs med merkjum følum, fæddi svannin son, og þá, sofnadi burt frá qvølum.

75. Klerkur minnast vitur vann, víf hvørs bedid hefur, Gydju sinni hollri hann, helgar svein og géfur.

76. Ber til sinna húsa heim, hann ad væru rúmi, konur sinna sveini þeim, sá er heitinn Númi.

77. Bál med prýdi búid var, bádum hjóna náum, fylgdi lýdur landsins þar, lofdúng Tasa háum.

78. Allur herinn harma bar, hrópudu qvinnur linar, en lofdúng sver vid logann þar, látins hefna vinar.

79. Pompíls brennu firdar frá, feta senn í stadinn, sækja menn til sjóla þá, svídur qvenna skadinn.

80. Ødlíng sjálfur oddvitinn, er og fylkíng setur, hjørtun skjálfa harmþrútin, heiptin ferda hvetur.

81. Þar sem stofnast ferd áfjád, flesta kynjar sveina: loptid klofnar, kiknar lád, klettar stynja og veina;

82. Runnar fjúka, falla tré, í felur grøsin skrída, fljótin strjúka úr farvegje, flestar sképnur qvída.

83. Allt hvad lifir undan rak, ótta grídar