Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/35

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

31

33. Harma klædi høfud byrgja, heyrast qvædin sorga þrenn, fedur og mædur syni syrgja, systur brædur og konur menn.

34. Eckjan qveinar, ángur vefur, augu valla fær hún þur, soninn eina hennar hefur, herinn kallad Rómúlur.

35. Þannig strídin þjaka løndum: þótt ad prýdis-klædin dýr, hermenn skrýdi hulda røndum, heima qvídi og naudin býr.

36. Númi hljódur ángur-augum, á þau tómu hérød brá, en nú framvód fyrir brúna baugum, borgin Róm í skrauti há.

37. I himininn blá, svo hátt hann eygir; hædum frá sú borgin ný, turna háum fleinum fleygir, þeir fljúgast á vid storma gný.

38. Múrinn breidi móti gljáir, mundi snillin eigi løk, þegar úr heidi sólin sáir, sínu gulli um kopar-þøk.

39. Virki í boga múrar mynda mikla kríngum borg þar stód, grafnir vogar vid þar synda, og verja híngad skémdar þjód.

40. Varnar festing hædin hædsta og høfudbólid stadarins er, kalla flestir kosta stædsta, Capítólíum nefnd sú er.

41. Hér á stendur hofid mesta, helgad fødur Júpíter, byggíng kénd med fegurd flesta, flóda røduls geisla ber.