Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/36

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

32

42. Borgin stendur vøndud vidum, vænst í heimi á þeirri tíd, Númi vendi ad hennar hlidum, hermenn geyma portin fríd.

43. Stódu í bláu brynjum vøndum, búnir sunda raudu glód, Odins háu eldibrøndum, upp úr mundum kynti þjód.

44. Kémur í stadinn Númi nýtur, nær ad skodast þar um kríng, en sérhvad, er augad lítur, ákaft bodar hildar þíng.

45. Málmar emja hátt vid hamri, hlífar lemjast stedjum á, engin hemja er á því glamri, eldar semja járnin blá.

46. Smidju hreyktist gufan gráa, glódir qveiktar brøndum á, skýjum feyktu af hveli háa, og himininn sleiktu nakinn þá.

47. Hermenn þreyttir hildi læra, hlífum skreyttur sérhvør er; hesta sveittu í eyrum æra, orustu þeyttu lúdrarner.

48. Númi undrast, Númi hrædist, Númi grundar hvad til ber, Númi skundar, Númi lædist, Númi undan víkur sér.

49. Gégnum býinn leidir liggja, loks hann finnur konúngs rann, og aldurhníginn Tasa tiggja, til sín inn sá leidir mann.

50. Bar nú Sjóla bréfid dreingur; brúna-sól á letrid skín, hann af stóli háum geingur, og halinn fól í ørmum sín.