Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/37

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

33

51. Hann svo talar: heilla dagur, helst upprennur gømlum mér, ad þig skal eg, frændi fagur, fá ad spenna ørmum hér.

52. Pompíls eigin augu þecki, eg og finn hans svip á þér, hugurinn segir, ad þú ecki ástar þinnar synjir mér.

53. Létt er elli ad bera bleika, børnum kærum sínum hjá, þegar hrellist hyggjan veika, huggun nærir beggja þá.

54. Dóttur fína einnig á eg, æfir slíngar dygdir gód, hana sýna svo þér má eg; sveinar híngad kalli fljód.

55. Kappar sjá, med klædi valin, kémur gnáin sørfa nett; líkt vid brá, og ljós um falinn lidi þá, sem brennur slétt.

56. Marga þó sér fegri fyndi, frúin rjód, er dygdir bar, til sín dró hún ást og yndi, ofur gód og náqvæm var.

57. Númi fljódi fyrir hneigir; fadirinn sitja bidur sprund : þessi er bródir þinn (hann segir), þægur vitjar oss á fund.

58. Pompíls frída arfi er hann, opt sem frá eg greindi þér, sama prýdi-bragdid ber hann, bæta sá vill elli mér.

59. Bú nú hjá oss, barminn frídi! bætast þín svo gæfa má, eingri þá eg elli qvídi, yckur mínum børnum hjá.