Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/41

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

37

87. Þar heilaga þøgnin drottnar, og þánka sæta vekur manns, eikur vaga ellilotnar, undir mætum greina krans.

88. Þar skínandi og lystilegur laufa fjøldinn stígur dans, vindurinn anda valla dregur, vagga’ á qvøldin þar er hans.

89. Hvad þid gétid líka látid, litlu fjadra hnodrarnir! hoppad, setid, fløgt í fáti, fram sem nadra aldrei kyr.

90. Saungva þyljid, tóna teygid, og talid um flesta hluti þar, en margir skilja yckur eigi, utan bestu kunníngjar.

91. Þeir um rúman lund sér lauma, lidug meta raddar hljód, súngu Núma sjón og drauma, sem þeir géta fært í ljód.

92. Hér vid dvelja hlustir nettar, hann vill bída í þessum stad, en hvørt þeir velja og vita hid rétta, vid skulum sídar tala um þad.


Fjórda Ríma.

Þeckir eigi hvørs manns hjarta, holds og sálar fylsnum í, qvenna ástar blossann bjarta, bródir! viltu neita því?

2. Hitt munu sumir hirda fátt um, í heiminum fædast ástir tvær, ólíkar ad øllum háttum, ætíd verid hafa þær.