Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/42

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

38

3. I vesæld steypir opt hin eina, en ønnur snýr til hagsældar, mun á þeim eg mætti greina, mér eru bádar kunnugar.

4. Ønnur, sú sem alment sýkir, og er máské heitust þó, í blódi voru og vitum ríkir, vøkva sinn hún þadan dró.

5. Hún nær ecki í hjarta sporum, þó heimskum máské finnist þad, nei — í øllum ædum vorum, idar hún og nær ei stad.

6. Ockar sálir ei sú hefur, ædri neinna þánka til, alla háa hugsun kéfur, og holdinu veitir fró og il.

7. Ein er hennar ósk: ad njóta, og ørmagnada sedja vild, sú er lítt til heilla hóta, en hin er þessu lítid skyld.

8. A andar sig hún einíng nærir, og á í hjartans fylsnum bygd, vidqvæm sig í hófi hrærir, hún er ecki girnd, en dygd.

9. Varminn hennar veikir eigi, vinunum er hún holl og trú, fullkomnunar fram á vegi, fýsnir allar dregur sú.

10. Gledin hennar hreina og klára, hitar, en brennir aldrei því; þó hún kénni sinna sára, sæt þeim renna smyrsli í.

11. Virdíng, audur, høpp né hylli, hennar aldrei stólinn braut, og finni hún nauda fjúk á milli, í frómleikans sig vefur skaut.