—44—
57. Þánkar hreinir hjartans flýa, hvørgi í meinum því er rótt, hugsun ein er Hersilía, hans í leynum dag og nótt.
58. O þú þeingils ástvin kæri! sem øllu geingi týnir hér, skulu eingin undanfæri, einum leingur duga þér?
59. Hvar eru nú þíns fóstra frædi, føst sem þú í huga barst? og Himinbúa heitin gædi, helst sem trúa ljúfur varst?
60. Og því mundi ei til líknar, ódfær skunda Seres frú! og kýngi undan fýsna-fíknar, fá þér hrundid breiskum nú.
61. Skal þá eldur einnar girndar, ofurseldum granda hér? æ! hún veldur fári firndar, og forløg géldur verstu þér!
62. Þú vilt deya í fýsna funa, falin megin eru skjól, og sérd þó eigi óluckuna, sem í þér fleygir heljar ból.
63. Ad því víkjum: víga sekur, vídfrægur um lønd og geim, kémur ríkja rádur frekur, Rómúlur úr strídi heim.
61. Honum fylgir hraustur skari, í hópa talinn, búinn geir; líkt og bylgjur lá um fari, leiti og dali bruna þeir.
65. Lystugt klíngja ljósblá stálin, ljómar hríngjur gyltar á, hornin sýngja sigur-málin, síns foríngja raddar-há.