Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/49

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

45

66. Móti tiggja trúr ad vonum, Tasi og hyggin þjódin fer; eldar byggja á ølturonum: offur þiggja gudirner.

67. Rómul þar má þeckja snjalla, þegnar fara um hérødenn, høfud bar og herdar allar, hilmir snar yfir adra menn.

68. I kérru fór um foldar haga, fylkir stór, sá veldur geir, hana fjórir hestar draga, hvítir vóru litum þeir.

69. Styrjar kjóli er hulinn hamur, Herjans fól þeim geisla ber, á Capítólíum kémur gramur, krýndur hóli og sigri er.

70. Af vagni tredur vøll til grunna, vikna rédi jørdin þá, krónu med hins yfirunna, ad altari vedur Jóvis sá.

71. Hana í salinn heingdi, og breiddi,hendur gladur út frá sér, þannig talar þá og beiddi: „þrátignadur Júpíter!

72. Medtak fyrstu fórn þér veitta, fleiri listir skaltu sjá; svo skal eg hrista sverdid beitta, sigur-þyrstur hédan í frá.

73. Auk þú veldi vort og hreysti, veraldar seldu løndin mér, þackir géld eg þér og treysti, þessi feldur kóngur er.

74. Ver ei þinnar gædsku gleyminn, géf ei linni bardagar, uns ad vinna allan heiminn, ættstofn minn og Rómverjar.“