Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/53

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

49

15. Þetta metur þánkinn skást: því er hann fús til hrydju verka, mætti vinna meyar ást, máské um sídir høndin sterka.

16. Eins og barn í fata fald, fálátt sinnar módur togar, fúst á hennar fadma vald, en fúla ad taka sig ei vogar;

17. Þannig Númi þeingli hjá, þrammar yfir vega buga, minnast þorir ecki á, umbrotin í sínum huga.

18. Loksins byrjar budlúng mál: besti vinur! þú munt greina, mér, hvad þína þjáir sál; þad ad bæta mun eg reyna.

19. Númi létti nockud ønd, nádi þannig ordum haga: lángar mig med hjør í hønd, hernum med í stríd ad draga.

20. Fadir minn vann og vardi lønd, verkastór um Skøglar haga; þú hefur líka vígavønd, vaskur reynt í fyrri daga.

21. Eins og þid vid geira grønd, ef gæfan vildi svo til haga, lángar mig ad rista rønd og reyna upp í hina ad slaga.

22. Gamall brosti gilfi þá, glædur í hetju brjósti lifna: „þú skalt, son minn, fara fá; fýsi þína met eg þrifna.

23. Hildar skaltu flíkur fá, fara med þér gamlan tídir, mig, þó ami ellin grá, og þér kenna Spjóta hrídir.

(3)