Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/54

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

50

24. Enn þá mínar hærur hjálm, held eg kunni þúngan bera, enn mun þessi armur Skálm, usla kunna med ad gera.

25. Gaman er, í gøndlar þey, gráum járnum hlífar stínga; kætir mig, ad kólnar ei, kónga blódid Sabínínga.

26. Fadmar gramur svinnan svein, sem ad nockru leiti kætist; þegir hann um sitt ástar mein, ecki þad ad sinni bætist.

27. Herklæda í herbergid, hérnæst bádir frændur gánga; Númi tekur vopnum vid, og valinreyndum ættartánga.

28. Gyltan hjálm og hvítan skjøld, hetjan fær, sem trautt mun rofinn, og silfurbrynju, sem tvøføld, saman var í hríngjum ofin.

29. Brynjan steypist búkinn á, bjørtu þrístir hjálmur enni; eins er honum, og allar þá, ædar gégnum logi brenni.

30. Þegar spennir høndin hjør, hjøltin Ránar sólir mála, en augun hvøss og yrmilsnør, eldíngum um bladid strjála.

31. Eldaskídi Odins beitt, í ósjálfrædi høndin skekur, til og frá; en hjartad heitt, hetju brjóstid valla tekur.

32. Svo hamóda hefur Þór, haldist vid í brúdar klædum, Mjølner þegar mundum fór, máttar heittist blód í ædum.