Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/58

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

54

60. Fyllir drjúgan fylkis her, flockur sá er járnid vefur, Latsíu búar lýd-skylder, af løndum þeim hann unnid hefur.

61. Metsíus rædur mønnum þeim, mesti kappi Sabínínga; fyrr á svædi fylgdi beim, fødur Núma sverds til þínga.

62. Númi hvítum hesti reid, hetjan bar sig vel í sæti; klárinn nýtur kunni skeid, qvikari var enn ljón á fæti.

63. Létt, sem flýgi lausa mjøll, lék skevadur sødulboga; reydar týgin eru øll, Udar hladin vafurloga.

64. Hersilíu vagninn vid, vód hinn stinni Jór á beinum; Númi því á þessa hlid, þeyta kynni brúna steinum.

65. Blása menn til burt-ferdar, byrja hætta reisu þora; grundu renna glófaxar, gøtur og stræti járnum spora.

66. Eins og møckur myrkur, sá, úr meginhafi fram sig dregur, færir røckur frónid á, fer ákafa hryllilegur;

67. Bólginn sá af illsku er: eldi, snjá og fellibiljum, nidur stráir, fram þar fer; føll í bláum tryllir hyljum.

68. Svipir vinda svartir þá, sólar blinda augad skæra, flestar kindir fæla og þjá, frónid, lind og himin æra.