Fara í innihald

Blaðsíða:Rímur af Núma kóngi Pompilssyni (1835).djvu/62

Úr Wikiheimild
Þessi síða hefur verið prófarkalesin

58

96. Þar á standa þessi ord, þad í gyltum Rúnum sjer hann: „Aldrei grandar manni mord, medan Guda skjøldinn ber hann.“

97. Númi kætist, skygdann skjøld, skilur hann sér gefinn vera; hérnæst lætur heim í tjøld, hestinn sig á spretti bera.


Sjøtta Ríma.


Nádugt er þeim nauda frí, í náttúrunnar skauti byggir, þar sem eckert ama ský, yndis sólar ljósin styggir.

2. Fedur vorir vøldu sér, vist í dala skjóli græna; sinnar gætti hjardar hver, og happa rækti búid væna.

3. Aldinn feita akra fløt, øldúngana gømlu fæddi; þá í heit og hreinleg føt, hjørd af sínum skrúda klæddi.

4. Margt ágæti um grundu þá, gróa þeir med idni sáu; dryckinn mæta máttu fá, af módur sinnar ædum bláu.

5. Voru hraustir, hæglindir, hyggju gæddir nógri frædi, vinum traustir, vandlátir, verkum ad og sidum bædi.

6. Lifdu rótt og leingi þar, (leingstu til þess aldir muna), fríir ótta ánaudar, elskudu Gud og náttúruna.